Ný og spennandi nálgun á netöryggismál á Íslandi.
Skemmtileg og fræðandi gagnvirk sýning fyrir börn á aldrinum 6–8 ára sem hjálpar þeim að skilja bæði kosti og galla netsins – og læra hvernig þau geta notað það á öruggan hátt.
Aðferð:
Börn læra best í gegnum leik. Með því að setja flókin málefni fram á skemmtilegan og spennandi hátt er líklegra að þau tileinki sér mikilvæg skilaboð. Verkefnið brást við skorti á fræðslu í skólakerfinu fyrir þennan aldurshóp um netöryggi.
Lærdómur:
Með því að bjóða skólum að taka þátt án endurgjalds náði verkefnið til mun fleiri barna og tryggði að skilaboðin næðu víðar.