Eyvör NCC-IS & ECCC - Nýr samningur tekur gildi
Nýr samningur undirritaður.
Nýr Samningur tekur gildi.
Þann 1. október síðastliðinn tók gildi nýr samningur um áframhaldandi samstarfsverkefni á vettvangi Eyvarar NCC-IS.
Samningurinn er á milli aðila innan Íslands og Hæfnisseturs Evrópu í netöryggi (e. ECCC) og er markmiðið með samninginum að efla netöryggi og þekkingu á Íslandi.
Aðilar að samningnum eru: Fjarskiptastofa, Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík og Rannís.
Verkefnin sem skilgreind eru í samningnum eru fjölbreytt en hafa öll það markmið að efla þekkingu, skilning og hæfni í netöryggismálum á Íslandi.
Úthlutun á styrkjum til þriðju aðila er einnig hluti af þessum samningi og verða úthlutunarloturnar tvær. Annars vegar fyrri lota sem opnaði í byrjun október 2025 og lýkur í desember og svo hins vegar seinni lotan en þá er stefnt að það opni fyrir umsóknir í byrjun október 2026.
Sótt er um á vef Rannís: Netöryggisstyrkur Eyvarar | Rannsóknamiðstöð Íslands
F.v. Unnur Kristín, Hans, Hrannar, Helmut og Eyjólfur