Nýr verkefnastjóri Eyvarar – hæfnisseturs Íslands í netöryggi

Fjarskiptastofa hefur ráðið Hrannar Ásgrímsson sem verkefnastjóra Eyvarar – hæfnisseturs Íslands í netöryggi. Eyvör er hluti af sviði stafræns öryggis hjá Fjarskiptastofu og hefur það hlutverk að efla þekkingu og hæfni á sviði netöryggis á landsvísu.

Fjarskiptastofa hefur ráðið Hrannar Ásgrímsson sem verkefnastjóra Eyvarar – hæfnisseturs Íslands í netöryggi. Eyvör er hluti af sviði stafræns öryggis hjá Fjarskiptastofu og hefur það hlutverk að efla þekkingu og hæfni á sviði netöryggis á landsvísu.

Hrannar býr yfir 15 ára reynslu af verkefnastjórnun í innlendum og alþjóðlegum fyrirtækjum á borð við Controlant, 1xINTERNET, Creditinfo og LS Retail. Hann er með meistaragráðu í verkefnastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík og hefur leitt fjölmörg krefjandi verkefni á sviði upplýsingatækni, fjármála og fjarskipta.

Eyvör – hæfnissetur er hluti af evrópsku samstarfi og European Cybersecurity Competence Centre (ECCC) sem hefur það markmið er að efla netöryggisgetu innan ESB með auknu samstarfi um og stuðningi við rannsóknar- og þróunarverkefni sem og almennri þekkingar- og hæfnisuppbyggingu ríkja. Meðal samstarfsaðila Eyvarar eru Háskólinn í Reykjavík, Háskóli Íslands, Rannís og Auðna tæknitorg.

Við bjóðum Hrannar velkominn til starfa og hlökkum til samstarfs!

Sjá einnig umfjöllun á vef Fjarskiptastofu.

Þessi vefur er í vinnslu